Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...

Ekki veit ég hví Morgunblaðið kýs að birta ekki neðangreindan úrdrátt úr ræðu "besta vinar síns" né heldur orð hans er hann líkti brottrekstri sínum úr Seðlabanka Íslands við krossfestingu Krists:

 "Útrásarvíkingarnir sem settu Ísland á hliðina áttu eina sameiginlega ósk og hún var að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Þessa ósk flýtti vinstri stjórnin sér í að uppfylla, væntanlega í þakklætisskyni við víkingana fyrir vel unnin störf í þjóðarþágu."

„Og fyrst þetta forgangsmál ríkisstjórnarinnar og útrásarvíkinganna var farsællega í höfn notaði hún síðustu daga til þess að ræða um nektarsýningar á skemmtistöðum. Auðvitað á ég að vera þakklátur fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki sameinað þessi tvö mikilvægu mál sín. Því þá gætu þeir falið mér, þar sem ég er án vinnu, að sjá framvegis um þær nektarsýningar sem fram þurfa að fara á Íslandi. "

Mín afstaða er sú að það er ekki orðum eyðandi á Davíð Oddsson og tel að sú athygli sem sá maður hefur fengið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi hafi beinlínis verið skaðleg fyrir lýðræðið í landinu.  En, mér er umhugað um framgang og stöðu kvenna hvar sem þær eru og ég velti því fyrir mér hvernig konum í Sjálfstæðisflokknum leið undir ummælum fyrrum formanns síns um bann við nektarsýningum. 

Sjálfri leið mér afskaplega vel  í dag sem konu, feminista og jafnaðarmanni, er ég kvaddi, í bili,  kvenformann flokks míns og fagnaði annarri konu í embætti formanns.  Og hyllti nýjan varaformann og mótframbjóðanda hans, sem báðir gerði kvenfrelsi að aðalatriði í framboðsræðum sínum.

 En hvernig leið sjálfstæðiskonum og feminískum sjálfstæðismönnum undir ummælum fyrrum formanns síns í dag?  Mér virðist, að í dag, 29. mars 2009, sé himin og haf á milli þess að vera kona og/eða feministi í Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum.  Ég vona að hins vegar að þetta verði í síðasta sinn sem klúrinn, aumur og vitfirrtur aulahúmor á kostnað kvenna verði leyfður í ræðustól á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og skora á feminista í flokknum að sjá til þess að svo verði.

 


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband