Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Pólitískar aftökur - nei takk!

Það má vera nokkuð ljóst að nafn Steinunnar var strikað út sökum þess að dagana á undan höfðu kjósendur séð mikla umfjöllun fjölmiðla um styrkveitingar til hennar frá fyrirtækjum.

Fram hefur komið að Steinunn þáði styrki fyrirtækja í tveimur prófkjörum, fyrir borgarstjórnarkosningar 2006 og alþingiskosningar 2007. Það liggur fyrir. Það hefur líka komið fram - en ekki farið hátt - að aðrir einstaklingar í prófkjörum þáðu slíka styrki.

Núverandi ríkisstjórn vill beita sér fyrir því að ALLIR slíkir styrkir verði upplýstir.   Vonandi hefur forystufólk allra flokka kjark til að taka þátt í því. Þá fyrst mun heildarmyndin liggja fyrir og við komist að niðurstöðu um hvernig við viljum að stjórnmálabarátta í þessu landi verði rekin til framtíðar.  Þangað til vona ég að við öll, hvort sem um er að ræða fjölmiðlafólk, bloggara eða aðra, berum gæfu til þess að fara okkur hægt í sleggjudómum og stóryrðum sem virðast hafa þann helsta tilgang að taka fólk "pólitískt" af lífi án þess að heildarmyndin liggi fyrir.  Afar mörgum stjórnmálamönnum, leyfi ég mér að fullyrða, bíður það verkefni ávinna sér traust almennings.  Steinunn hefur notið mikils traust í störfum sínum fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla. Hún er alþekkt af heilindum sínum og hugsjónum, störf hennar í stjórnmálum í 14 ár munu vega mjög þungt í því uppgjöri sem framundan er.

 


mbl.is Engar breytingar í RN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband