Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún veit - en veit Geir?

Til áréttingar vegna ummæla sumra um ástæður þess að skipa konur sem ráðherra.

Samfylkingin hefur frá hún var stofnuð fyrir sjö árum haft jafnréttis- og kvenfrelsissjónarmið að leiðarljósi í starfi sínu, enda er undirtitill flokksins "stjórnmálaflokkur félagshyggju, jöfnuðar og kvenfrelsis.  Samfylkingarfólk er þeirrar skoðunar að það sé farsælast og árangursríkast fyrir land og þjóð að með stjórn landsins fari fólk af báðum kynjum.  Þess vegna verður skipting kynja jöfn í ráðherraembættum Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún veit og hefur sýnt það í verki sem borgarstjóri í Reykjavík í 10 ár að með því að fela konum völd til jafns við karla og innleiða jafnréttissjónarmið í stefnumótun stjórnvalda er hægt að minnka launamun kynjanna, breyta viðhorfum, gefa ungu fólki, konum sem körlum sterkar fyrirmyndir og í heild breyta þeirri samfélagsgerð sem við búum við.  Þess vegna kemur ekkert annað til greina í huga Ingibjargar Sólrúnar en kvenráðherrar Samfylkingar verði jafn margar körlunum.

 Ég vona að ég muni í kvöld geta sagt það sama um Geir H. Haarde.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband