Leita í fréttum mbl.is

Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?

Gaman væri að vita hversu miklum fjármunum og orku KSÍ eyðir í landslið kvenna í knattspyrnu versus karlaliðið.  Mér skilst að þær hafi verulega möguleika á að komast á Evrópumeistaramót í knattspyrnu en þangað hafi karlaliðið aldrei komist.

Maður fær það stundum á tilfinninguna að ráðamönnum sumum í íþróttahreyfingunni finnist ennþá kvennalið í boltaíþróttum vera  einhver hliðarbúgrein sem skipti litlu máli í hinu stóra samhengi karlaíþrótta.  Stelpurnar hafa verið ófeimnar við að vekja athygli á sér og sínu starfi í gegnum óvenjulegar auglýsingaherferðir og fleira og eru óhræddar við að taka stórt upp í sig sbr. komment Ásthildar í gær um "besta íþróttaliðið á landinu." En njóta þær þess stuðning sem þær þurfa til að geta einbeitt sér að því verkefni komast á Evrópumótið?  Hvers virði er það fyrir KSÍ að eiga lið sem sem hefur fræðilegan möguleika á að verða Evrópumeistari í fótbolta?


mbl.is "Hún er ótrúlega markheppin, stelpan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mitt álit hefur og verður alltaf að laun eigi að vera árangurstengd, húrra fyrir dömunum og auðvitað eiga þær að fá bónus, ekki spurning!!

DoctorE (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og svo stóðu þær sig betur en strákarnir- nema hvað!

María Kristjánsdóttir, 17.6.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband