21.6.2007 | 23:49
Mega flottar stelpur!!!!
Ég fylltist enn meira stolti og gleði yfir frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í kvöld en ég geri þegar "strákarnir okkar" í handbolta sigra í leikjum. Í þetta sinn bættist "kvenfrelsisgleðin" við því þessa dagana hefur komast íslenskur kvennafótbolti á annað stig - ekki síst fyrir þær sakir að þær hafa fengið þjóðina í lið með sér, aldrei fleiri áhorfendur á vellinum, en fleiri horfðu heima í sófa - nöfnin þeirra hljóma, við erum að læra þau, um þær er talað!!!! Ýmsir hafa orðið að éta ofan í sig orð sín um kvennafótbolta síðustu daga og gaman að sjá hér á blogginu hversu margir eru tilbúnir til að verða "betri" menn.
Sæti í Evrópumeistarakeppni landsliða hefur aldrei verið "meira" í augsýn í íslenskum fótbolta og ég spyr aftur: Hvers virði er það fyrir KSÍ og Íþróttahreyfinguna í heild að eiga lið sem hefur fræðilegan möguleika á að verða Evrópumeistari í fótbolta? Hvað eru og ætla ráðamenn hreyfingarinnar að gera til að styðja liðið á sigurbraut sinni?
![]() |
Fimm marka sigur Íslands á Serbum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2007 kl. 00:49 | Facebook
Bloggvinir
-
Vestfirðir
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Guðríður Arnardóttir
-
Björk Vilhelmsdóttir
-
Bryndís G Friðgeirsdóttir
-
Viðar Eggertsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Trúnó
-
Hreinn Hreinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Kjartan Valdemarsson
-
Svala Jónsdóttir
-
Sigurður G. Tómasson
-
Þröstur Helgason
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
íd
-
Ólafur Haraldsson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Vefritid
-
Júdas
-
Álfhóll
-
Margrét Sverrisdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Hlynur Hallsson
-
Ólafur fannberg
-
Sigurður Kaiser
-
Gunnlaugur B Ólafsson
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Menningarlinkar
Nokkrar "uppáhaldssíður
- Breska menningaráðuneytið Ýmsar áhugaverðar skýrslur um listir og skapandi atvinnugreinar
- Kanadíska menningaráðið Nytsamlegar slóðir og efni fyrir menningarstjórnendur
- Listastjórnandi í Wisconsin bloggar Dáldið öðruvísi og oft flottar hugmyndir
Nýjustu færslur
- Dugur fólks og flokka
- Pólitískar aftökur - nei takk!
- Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...
- Öflug þjónusta fyrir gesti okkar á mbl.is
- Samstarfi við Mbl hleypt af stokkunum
- Hvar liggja tækifærin? - Nýr sjóður Spron verður til – ...
- Einkafjármögnun menningar og mannúðarmála í Bretlandi -Nýr sj...
- Fjárfesting í menningu og mannúð - Nýr sjóður Spron verður ti...
- Mega flottar stelpur!!!!
- Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vinkona,
Hvers virði er það fyrir KSÍ og Íþróttahreyfinguna í heild að eiga lið sem hefur fræðilegan möguleika á að verða Evrópumeistari í fótbolta?
Þetta hefur stjarnfræðilegt gildi fyrir KSÍ og íþróttahreyfinguna í heild. Ekki aðeins vegna þeirra möguleika sem opnast fyrir stelpurnar sjálfar og áhugamáli þeirra fótboltanum þar sem þær munu fá tækifæri til að stunda íþrótt sína á hærra plani en þær eiga möguleika á hér heima, heldur einnig og ekki síður vegna hróðurs íslenskrar knattspyrnu í heild. Ég hef haldið því fram í mörg ár að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi erindi í úrslitakeppni á stórmóti og ég mun halda áfram að halda því fram a.m.k. þangað til við náum því markmiði. En ég minni þó á að núna eru aðeins búnir 3 leikir af 8 í keppninni og það er ekki enn kominn hálfleikur. Stelpurnar eiga eftir að leika gegn bæði Frökkum og Serbum ytra, þar verða þær að eiga toppleiki til að ná í markmið sitt. Stelpurnar hugsa líka um einn leik í einu og ég hef enga trú á því að nokkur þeirra sé farin að hugsa um Evrópumeistaratitil.
Hvað eru og ætla ráðamenn hreyfingarinnar að gera til að styðja liðið á sigurbraut sinni?
KSÍ hefur markvisst unnið að því að bæta umgjörðina í kringum kvennaboltann, þar hafa verið tekin ótal mörg skref í rétta átt. Sumum finnst að þau skref hefðu í dag átt að vera fleiri eða stærri en ég er sátt við stöðuna eins og hún er og treysti því að með sigrum eins og í kvöld og gegn Frökkum á dögunum verði áframhald á þeirri uppbyggingu tryggt til framtíðar. Stundum eru skrefin þannig að þeir sem ekki koma að liðinu sjá þau ekki, stundum sjást skrefin sannarlega líkt og í kvöld þegar markmiðið um áhorfendamet var slegið með glæsibrag.
En það má ekki sofna á verðinum og stuðningur áhorfenda í kvöld var ekki aðeins stuðningur í þessum eina leik, þessi stuðningur mun hafa áhrif langt inní knattspyrnuhreyfinguna, ekki bara hjá KSÍ heldur einnig hjá félögunum sem mörg hver eru ótal skrefum á eftir KSÍ þegar kemur að kvennaboltanum. Þar er verk að vinna.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.6.2007 kl. 01:00
ps. gaman að sjá þig blogga um fótbolta! Þú kemur stöðugt á óvart!
Ingó
Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.6.2007 kl. 01:09
Frábært hjá stelpunum
Vilborg Valgarðsdóttir, 22.6.2007 kl. 11:08
Stemmingin á vellinum í gær var meiriháttar. Hingað til hefur verið einhver landlæg írónía í bland við feimni meðal áhorfenda á landsleikjum. En ekki núna. Krafturinn, gleðin og baráttan í liðinu smitaði áhorfendur sem á móti brýndu raustirnar og hvöttu liðið áfram. Síðustu tíu mínúturnar voru nánast stanslaus hylling. Sjaldgæft að upplifa það á Laugardalsvellinum.
Eins og ég hef áður sagt er ég á þeirri skoðun að það væri hollast fyrir þjóðarsálina og stoltið að setja allan peninginn í kvennaboltann á Íslandi. Heyrði aðra hugmynd í morgun sem myndi virka jafn vel: Árangurstengjum framlögin.
bestustu,
Ó.
Ólafur Haraldsson, 22.6.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.