14.8.2007 | 12:09
Einkafjármögnun menningar og mannúðarmála í Bretlandi -Nýr sjóður Spron verður til – annar hluti
Í grein minni sem birtist hér í Morgunblaðinu nýverið skýrði ég afstöðu mína til fyrirhugaðs sjóðs Spron sem ætlað er að fjárfesta í menningar- og mannúðarmálum.Ástæða er til að leita í sarp annarra þjóða um hugmyndir og fyrirmyndir, nú þegar slíkur stórsjóður gæti orðið að veruleika. Hér verður horft til BretlandsÞar er einkafjármagni til samfélagsverkefna skipt í þrjá mismunandi flokka og hefur hver flokkur sín einkenni.
Framlög einstaklinga
Framlög einstaklinga vega þungt í árlegum einkastuðningi til menningar og líknar í Bretlandi. Á síðustu árum hafa svokallaðir venture philanthropists látið að sér kveða í Bretlandi. Þetta eru einstaklingar sem hafa ákveðið að fjárfesta hluta af auð sínum í menningu og mannúðarmálum. Þeir velja sér verkefni sjálfir og eru virkir þátttakendur í stefnumótun þeirra verkefna sem þeir leggja fé í. Þeir sækjast ekki eftir fjárhagslegum arði en leggja þeim mun meiri áherslu á arðsemi í gegnum árangur. Tom Hunter er dæmi um einn slíkan. Hann er skoskur kaupsýslumaður, tæplega sextugur að aldri, sem hefur lýst því yfir að að hann ætli að yfirgefa þennan heim jafn slyppur og snauður og hann fæddist í hann. Tom Hunter hefur þegar fjárfest tuttugu af hundraði auðæfa sinna í menntun ungra barna í Skotlandi.
Framlög fyrirtækja
Tvær megin ástæður eru fyrir því að fyrirtæki fjárfesta í menningar og mannúðarmálum. Fyrst er að telja að fyrirtæki líta svo á að þau beri samfélagsábyrgð og siðferðislega skyldu til að styrkja þörf verkefni. Á hinn bóginn búa að baki beinar viðskiptaástæður, það er, fyrirtækin ætlast til að fjárfestingin skili ágóða líkt og önnur fjárfesting. Sá ágóði getur verið með ýmsu móti. Fyrirtæki kaupa sér góða ímynd með því að leggja fé í menningar og samfélagsstarfsemi og verðleggja framlag sitt ákveðnu verði. Fjárfestingin getur líka verið ætluð sem verkfæri til að hafa áhrif á stjórnvaldsákvarðanir. Í Bretlandi hafa verið deildar meiningar um hversu langt fyrirtæki hafa gengið í að beita ofangreindum aðferðum.
Framlög sjóða
Í þriðja lagi eru framlög sjóða eða Trust and foundations sem nýr sjóður Spron myndi falla undir. Sjóðirnir eru ætíð sjálfseignastofnanir að breskum hætti. Áætlað er að að um 9.000 slíkir sjóðir séu til í Bretlandi[1] og er það mat þeirra sem hafa rannsakað þróun einkafjármögnunar samfélagsmála að sjóðirnir séu í dag mun framsæknari en aðrir á þessum markaði og skiptir sjálfstæði þeirra þar höfuðmáli. Þeir eru engum háðir, hvorki hluthöfum, viðskiptavinum, kaupendum né stjórnvöldum. Þetta gefur þeim frelsi til að vera raunverulegt mótvægi við aðrar fjármögnunarleiðir þar sem hagsmunir annarra eru ætíð í húfi. Þeir hafa sett fram ný viðmið í stuðningi við samfélagsverkefni og gert kröfu um skýrari markmið verkefna en aðrir. Þeir gera ekki kröfu um fjárhagslega arðsemi af þeim verkefnum sem þeir taka þátt í en leggja ríka áherslu á árangur og áhrif verkefnanna. Í auknum mæli taka þeir upp verkefni sem enginn er að sinna, skapa ný verkefni og eru í forystu umræðu um samfélagsbreytingar. Dæmi um verkefni slíkra sjóða eru fjölmörg. Michael Young var frumkvöðull að mörgum samfélagsverkefnum á 20.öld í Bretlandi og stofnaði meðal annars Bresku neytendasamtökin og Opna háskólann sem í dag er rekinn af breskum stjórnvöldum. Sjóður sem ber hans nafn einbeitir sér að rannsóknum á breyttu samfélagi og að nýta þær rannsóknir til framfara. Impetus Trust er dæmi um stóran sjóð sem einbeitir sér að félagslegum fjárfestingum. Fjárfestingar hans í hverju verkefni nema tugum milljóna króna. Sjóðurinn tekur þátt í nýjum verkefnum í afmarkaðan tíma, oftast í 3 5 ár. Hann fjárfestir beint og veitir rekstrarlega aðstoð. Sjóðurinn ætlast til þess að verkefnunum sé lokið að ákveðnum tíma liðnum eða að þau verði sjálfbær og lifi áfram án stuðnings Impetus. Þriðja dæmið er Esmée Fairbarin sjóðurinn sem árlega ver 3,6 milljörðum íslenskra króna til samfélagsverkefna, þar af um 800 milljónum króna til lista.
Nýr sjóður Spron
Samantektin hér að ofan um breskt menningar- og mannúðarstarf á einkamarkaði er sett fram til að skýra muninn á mismunandi fjárfestingaleiðum á þessum markaði. Samskonar þróun hefur átt sér stað meðal annarra þjóða en Bretar hafa, ásamt Bandaríkjamönnum, rutt veginn. Nýr sjóður Spron verður algjör nýjung á Íslandi og henni fylgja spennnandi möguleikar og tækifæri en jafnframt mikil ábyrgð. Það skiptir öllu máli að vel takist til frá upphafi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Bloggvinir
- Vestfirðir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Trúnó
- Hreinn Hreinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Kjartan Valdemarsson
- Svala Jónsdóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Þröstur Helgason
- Vilborg Valgarðsdóttir
- íd
- Ólafur Haraldsson
- Blúshátíð í Reykjavík
- Vefritid
- Júdas
- Álfhóll
- Margrét Sverrisdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Hlynur Hallsson
- Ólafur fannberg
- Sigurður Kaiser
- Gunnlaugur B Ólafsson
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Menningarlinkar
Nokkrar "uppáhaldssíður
- Breska menningaráðuneytið Ýmsar áhugaverðar skýrslur um listir og skapandi atvinnugreinar
- Kanadíska menningaráðið Nytsamlegar slóðir og efni fyrir menningarstjórnendur
- Listastjórnandi í Wisconsin bloggar Dáldið öðruvísi og oft flottar hugmyndir
Nýjustu færslur
- Dugur fólks og flokka
- Pólitískar aftökur - nei takk!
- Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...
- Öflug þjónusta fyrir gesti okkar á mbl.is
- Samstarfi við Mbl hleypt af stokkunum
- Hvar liggja tækifærin? - Nýr sjóður Spron verður til – ...
- Einkafjármögnun menningar og mannúðarmála í Bretlandi -Nýr sj...
- Fjárfesting í menningu og mannúð - Nýr sjóður Spron verður ti...
- Mega flottar stelpur!!!!
- Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.