15.8.2007 | 11:33
Hvar liggja tækifærin? - Nýr sjóður Spron verður til – þriðji hluti
Ég hef í tveimur greinum hér í Morgunblaðinu fjallað um fyrirhugaðan Spron-sjóð sem ætlað er að fjárfesta í menningar- og mannúðarmálum. Í umfjöllun minni hefi ég sérstaklega leitað upplýsinga í Bretlandi um hvernig slíkir sjóðir eru reknir. Í þriðju og síðustu grein minni velti ég fyrir mér hver þau verkefni eru hér sem sjóðurinn gæti helst látið sig varða. Í Bretlandi hafa rannsóknir sýnt að sjálfstæðir sjóðir af því tagi sem Spron-sjóðurinn verður fjárfesta fyrst og fremst á sex afmörkuðum sviðum: Höfundur starfar í listum og er viðskiptavinur Spron
- Félagslegu starfi með aðaláherslu á heilbrigðismál, menntun og þarfir þeirra sem á einhvern hátt hafa farið halloka í samfélaginu.
- Menningu þar sem varðveisla menningararfsins er fyrirferðarmikil, en nú með aukinni áherslu á eflingu lista og skapandi atvinnugreina.
- Vísindum þar sem fjárfesting í rannsóknum er langstærsti hlutinn.
- Náttúruvernd þar sem lögð er áhersla á sjálfbæra þróun og alþjóðlegar skuldbindingar í náttúruverndarmálum.
- Mannúðarstarfi en til þess málaflokks telja Bretar m.a. baráttuna gegn fátækt í heiminum, hamfarahjálp og stríðið gegn útbreiðslu alnæmis.
- Nærumhverfi þar sem endurreisn borgarhverfa er fyrirferðarmikil.
- hrint í framkvæmd átaki í samvinnu við stjórnvöld sem útrýmir launamisrétti?
- komið að gjörbyltingu fangelsismála á Íslandi sem leiddi til þess að Ísland yrði fyrirmyndarland hvað varðar aðbúnað fanga?
- fjárfest í gjörbreyttri almennri listmenntun barna á grunnskólastigi?
- staðið að eflingu rannsókna í byggingalist og skipulagsmálum og um leið stuðlað að aukinni vitund almennings almennings um mikilvægi vandaðrar vinnu á þeim sviðum?
- lagt því lið að innflytjendur eigi auðveldara en nú með að aðlagast íslensku samfélagi?
- orðið drifkraftur í því að íslensk hönnun verði veigamikill þáttur útflutningi Íslendinga?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
-
Vestfirðir
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Guðríður Arnardóttir
-
Björk Vilhelmsdóttir
-
Bryndís G Friðgeirsdóttir
-
Viðar Eggertsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Trúnó
-
Hreinn Hreinsson
-
Hafsteinn Karlsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Kjartan Valdemarsson
-
Svala Jónsdóttir
-
Sigurður G. Tómasson
-
Þröstur Helgason
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
íd
-
Ólafur Haraldsson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Vefritid
-
Júdas
-
Álfhóll
-
Margrét Sverrisdóttir
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Hlynur Hallsson
-
Ólafur fannberg
-
Sigurður Kaiser
-
Gunnlaugur B Ólafsson
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Menningarlinkar
Nokkrar "uppáhaldssíður
- Breska menningaráðuneytið Ýmsar áhugaverðar skýrslur um listir og skapandi atvinnugreinar
- Kanadíska menningaráðið Nytsamlegar slóðir og efni fyrir menningarstjórnendur
- Listastjórnandi í Wisconsin bloggar Dáldið öðruvísi og oft flottar hugmyndir
Nýjustu færslur
- Dugur fólks og flokka
- Pólitískar aftökur - nei takk!
- Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...
- Öflug þjónusta fyrir gesti okkar á mbl.is
- Samstarfi við Mbl hleypt af stokkunum
- Hvar liggja tækifærin? - Nýr sjóður Spron verður til – ...
- Einkafjármögnun menningar og mannúðarmála í Bretlandi -Nýr sj...
- Fjárfesting í menningu og mannúð - Nýr sjóður Spron verður ti...
- Mega flottar stelpur!!!!
- Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru allt verðug verkefni ekki spurning um það.
Mér finnst samt að ríkið eigi að borga almennilegt fangelsi og allt í kring um það. Við höfum alveg efni á því.
Hvernig væri að sameina lið 3 og lið 6? Það er þetta með listmenntun barna og hönnunina? Það gæti vel stutt hvort annað og verið glæsileg verkefni fyrir svona sjóð.
Harpa J (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.