28.3.2009 | 19:15
Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...
Ekki veit ég hví Morgunblaðið kýs að birta ekki neðangreindan úrdrátt úr ræðu "besta vinar síns" né heldur orð hans er hann líkti brottrekstri sínum úr Seðlabanka Íslands við krossfestingu Krists:
"Útrásarvíkingarnir sem settu Ísland á hliðina áttu eina sameiginlega ósk og hún var að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum. Þessa ósk flýtti vinstri stjórnin sér í að uppfylla, væntanlega í þakklætisskyni við víkingana fyrir vel unnin störf í þjóðarþágu."
Og fyrst þetta forgangsmál ríkisstjórnarinnar og útrásarvíkinganna var farsællega í höfn notaði hún síðustu daga til þess að ræða um nektarsýningar á skemmtistöðum. Auðvitað á ég að vera þakklátur fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki sameinað þessi tvö mikilvægu mál sín. Því þá gætu þeir falið mér, þar sem ég er án vinnu, að sjá framvegis um þær nektarsýningar sem fram þurfa að fara á Íslandi. "
Mín afstaða er sú að það er ekki orðum eyðandi á Davíð Oddsson og tel að sú athygli sem sá maður hefur fengið í íslensku samfélagi undanfarna áratugi hafi beinlínis verið skaðleg fyrir lýðræðið í landinu. En, mér er umhugað um framgang og stöðu kvenna hvar sem þær eru og ég velti því fyrir mér hvernig konum í Sjálfstæðisflokknum leið undir ummælum fyrrum formanns síns um bann við nektarsýningum.
Sjálfri leið mér afskaplega vel í dag sem konu, feminista og jafnaðarmanni, er ég kvaddi, í bili, kvenformann flokks míns og fagnaði annarri konu í embætti formanns. Og hyllti nýjan varaformann og mótframbjóðanda hans, sem báðir gerði kvenfrelsi að aðalatriði í framboðsræðum sínum.
En hvernig leið sjálfstæðiskonum og feminískum sjálfstæðismönnum undir ummælum fyrrum formanns síns í dag? Mér virðist, að í dag, 29. mars 2009, sé himin og haf á milli þess að vera kona og/eða feministi í Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Ég vona að hins vegar að þetta verði í síðasta sinn sem klúrinn, aumur og vitfirrtur aulahúmor á kostnað kvenna verði leyfður í ræðustól á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og skora á feminista í flokknum að sjá til þess að svo verði.
Víkingar með Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
Bloggvinir
- Vestfirðir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Trúnó
- Hreinn Hreinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Kjartan Valdemarsson
- Svala Jónsdóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Þröstur Helgason
- Vilborg Valgarðsdóttir
- íd
- Ólafur Haraldsson
- Blúshátíð í Reykjavík
- Vefritid
- Júdas
- Álfhóll
- Margrét Sverrisdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Hlynur Hallsson
- Ólafur fannberg
- Sigurður Kaiser
- Gunnlaugur B Ólafsson
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Menningarlinkar
Nokkrar "uppáhaldssíður
- Breska menningaráðuneytið Ýmsar áhugaverðar skýrslur um listir og skapandi atvinnugreinar
- Kanadíska menningaráðið Nytsamlegar slóðir og efni fyrir menningarstjórnendur
- Listastjórnandi í Wisconsin bloggar Dáldið öðruvísi og oft flottar hugmyndir
Nýjustu færslur
- Dugur fólks og flokka
- Pólitískar aftökur - nei takk!
- Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...
- Öflug þjónusta fyrir gesti okkar á mbl.is
- Samstarfi við Mbl hleypt af stokkunum
- Hvar liggja tækifærin? - Nýr sjóður Spron verður til – ...
- Einkafjármögnun menningar og mannúðarmála í Bretlandi -Nýr sj...
- Fjárfesting í menningu og mannúð - Nýr sjóður Spron verður ti...
- Mega flottar stelpur!!!!
- Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það getur ekki verið þægilegt að vera kona og femínisti í Sjálfstæðisflokknum þessa dagana. Á sjálfum landsfundi flokksins er hlegið að femínistum og gert grín af þeim sem vilja berjast gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu í formi nektarsýninga. Sjálfstæðiskonur eiga mína samúð í dag.
Svala Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.