Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
21.6.2007 | 23:49
Mega flottar stelpur!!!!
Ég fylltist enn meira stolti og gleði yfir frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í kvöld en ég geri þegar "strákarnir okkar" í handbolta sigra í leikjum. Í þetta sinn bættist "kvenfrelsisgleðin" við því þessa dagana hefur komast íslenskur kvennafótbolti á annað stig - ekki síst fyrir þær sakir að þær hafa fengið þjóðina í lið með sér, aldrei fleiri áhorfendur á vellinum, en fleiri horfðu heima í sófa - nöfnin þeirra hljóma, við erum að læra þau, um þær er talað!!!! Ýmsir hafa orðið að éta ofan í sig orð sín um kvennafótbolta síðustu daga og gaman að sjá hér á blogginu hversu margir eru tilbúnir til að verða "betri" menn.
Sæti í Evrópumeistarakeppni landsliða hefur aldrei verið "meira" í augsýn í íslenskum fótbolta og ég spyr aftur: Hvers virði er það fyrir KSÍ og Íþróttahreyfinguna í heild að eiga lið sem hefur fræðilegan möguleika á að verða Evrópumeistari í fótbolta? Hvað eru og ætla ráðamenn hreyfingarinnar að gera til að styðja liðið á sigurbraut sinni?
Fimm marka sigur Íslands á Serbum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 22.6.2007 kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2007 | 17:21
Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?
Gaman væri að vita hversu miklum fjármunum og orku KSÍ eyðir í landslið kvenna í knattspyrnu versus karlaliðið. Mér skilst að þær hafi verulega möguleika á að komast á Evrópumeistaramót í knattspyrnu en þangað hafi karlaliðið aldrei komist.
Maður fær það stundum á tilfinninguna að ráðamönnum sumum í íþróttahreyfingunni finnist ennþá kvennalið í boltaíþróttum vera einhver hliðarbúgrein sem skipti litlu máli í hinu stóra samhengi karlaíþrótta. Stelpurnar hafa verið ófeimnar við að vekja athygli á sér og sínu starfi í gegnum óvenjulegar auglýsingaherferðir og fleira og eru óhræddar við að taka stórt upp í sig sbr. komment Ásthildar í gær um "besta íþróttaliðið á landinu." En njóta þær þess stuðning sem þær þurfa til að geta einbeitt sér að því verkefni komast á Evrópumótið? Hvers virði er það fyrir KSÍ að eiga lið sem sem hefur fræðilegan möguleika á að verða Evrópumeistari í fótbolta?
"Hún er ótrúlega markheppin, stelpan" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2007 | 22:18
Fótboltavonbrigði og fleira
Horfði á fyrrihluta leiksins í ræktinni á meðan ég hljóp á brettinu og hlustaði í útvarpinu á seinnihlutann sem ég eldaði fyrir fjölskylduna. Get svo sem ekki sagt að frammistaða íslenska landsliðsins hafi "inspírerað" mig til að hlaupa hraðar eða elda góðan mat, sem ég geri þó oftast.
Fyrir mér eru fótboltaleikir, handboltaleikir og jafnvel körfuboltaleikir eins og góður eða slæmur performans - geta verið jafn leiðinlegir og svekkjandi eins og illa unnar og hreint boring leiksýningar en líka geta leikirnir verið hrein snilld - líkt og sumar sýningar sem ég hef séð á leiksviði um ævina. Verð að játa að ég er jafn mikil "þjóðernisremba" og hver annar þegar kemur að boltaleikjum, oftast er það frammistaða íslenska landsliðsins í handbolta sem fær mig til að brosa, hrópa af gleði og láta öllum illum látum. Reyndar var það kameróníska landsliðið í fótbolta sem gladdi mig stundum mjög á árum áður, en verð að játa að þá var íslenska liðið víðs fjarri.
Þónokkrir æpa á afsögn þjálfarans á mblbloggi - ekki ætla ég að bætast í þann kór enda þekking mín á getu hans eða annarra nokk takmörkuð. En ég velti fyrir mér hvað það er sem gerir það að verkum að fólk er svona óánægt og hvað það er sem gerir það að verkum að íslenskir karlmenn geta skarað frammúr í handbolta en , oftast ekki, í öðrum boltaleikjum?
Einhver hvíslaði því að mér einu sinni að til að við gætum orðið góð í körfubolta þyrfti að "rækta hávaxna leikmenn". Veit ekki hvort viðkomandi átti við að bókstaflega ætti að leiða saman hávöxnustu konur og karla landsins á sérútbúinni ræktunarstöð - en allavega - þá meikar þetta sens - til að verða góður í körfubolta er gott að komast nærri körfunni, sem stendur ansi hátt. En hvað er það sem við erum ekki að gera , í fótbolta, sem aðrar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við (og hinar sem við teljum okkur yfir hafin) eru að gera fyrir sína fótboltamenn, sem við erum ekki að gera? Er það eitthvað? Hentar líkamsvöxtur íslenskra karlmanna betur fyrir handbolta, snerpa þeirra, gripgeta og greind? Er það af því að völlurinn er styttri og fleiri mörk eru skoruð? Hentar handboltinn veiðimannasamfélagi sem vill geta fiskað oft og mikið? Eða hefur handbolta haft á að skipa greindu, velmenntuðu fólki og þjálfurum sem veit hvernig á að byggja upp frá grunni og skapa gæði til framtíðar, en ekki fótboltinn? Að hluta til , amk , virkar sú kenning ekki því íslensk kvennaknattspyrna stendur vel og í alþjóðlegum samanburði eru íslenskar knattspyrnukonur í góðum gír. Hentar þá handbolti kannski frekar íslenskum körlum og fótboltinn konum? Nei, come on, en djöf..... væri frábært ef fjármunirnir, aðstaðan og orkan sem fer á hverju ári í karlalandsliðið rynni til stelpnanna - hvert ætli þær kæmust þá?
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 23:00
Ætli finnist enn eldri???
Grafir aldinna klerka finnast í Reykholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Vestfirðir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Trúnó
- Hreinn Hreinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Kjartan Valdemarsson
- Svala Jónsdóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Þröstur Helgason
- Vilborg Valgarðsdóttir
- íd
- Ólafur Haraldsson
- Blúshátíð í Reykjavík
- Vefritid
- Júdas
- Álfhóll
- Margrét Sverrisdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Hlynur Hallsson
- Ólafur fannberg
- Sigurður Kaiser
- Gunnlaugur B Ólafsson
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Menningarlinkar
Nokkrar "uppáhaldssíður
- Breska menningaráðuneytið Ýmsar áhugaverðar skýrslur um listir og skapandi atvinnugreinar
- Kanadíska menningaráðið Nytsamlegar slóðir og efni fyrir menningarstjórnendur
- Listastjórnandi í Wisconsin bloggar Dáldið öðruvísi og oft flottar hugmyndir
Nýjustu færslur
- Dugur fólks og flokka
- Pólitískar aftökur - nei takk!
- Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...
- Öflug þjónusta fyrir gesti okkar á mbl.is
- Samstarfi við Mbl hleypt af stokkunum
- Hvar liggja tækifærin? - Nýr sjóður Spron verður til – ...
- Einkafjármögnun menningar og mannúðarmála í Bretlandi -Nýr sj...
- Fjárfesting í menningu og mannúð - Nýr sjóður Spron verður ti...
- Mega flottar stelpur!!!!
- Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar