Leita í fréttum mbl.is

Sæti á listum og ráðherrastólar

Þessi orðræða manna hér á blogginu um hver er hæfari en annar, karlar eða konur - hver er eigi frekar skilið ráðherrasæti eftir því hvar hann/hún raðast á lista, finnst mér afar einföld, ef ekki barnaleg. Vísa ég þá sérstaklega til orðræðu um Þórunni Sveinbjarnardóttur, Gunnar Svavarsson og Katrínu Júlíusdóttur.

Það er engum blöðum um það að fletta að Þórunni Sveinbjarnardóttir er langhæfust Samfylkingarþingmanna til að gegna embætti umhverfisráðherra.  Afar fátt Samfylkingarfólk myndi halda öðru fram.  Krafa almennings er, eftir hina mikla umhverfisvakningu sem við höfum upplifað á undanförnum mánuðum - að með stjórn umhverfismála fari fólk með hugsjón og umhverfisvernd að leiðarljósi.  Slík manneskja er Þórunn.  Ég minni á að hún ein sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar greiddi atkvæði gegn Kárahnjúkum árið 2003 og hefur allan sinn pólítíska feril, sem rekja má til níunda áratugarins, er hún varð fyrsti formaður Röskvu, lagt mikla áherslu á umhverfisvernd og aflað sér yfirburðarþekkingar á umhverfismálum.  Hvorki Gunnar Svavarsson né Katrínu Júlíusdóttir hafa sýnt þann kjark og pólitísku viðspyrnu sem Þórunn hefur sýnt, í sínum pólítísku störfum.  Þar með er ég ekki að lasta þau en samanburður, er kemur að umhverfismálum, er þeim afar óhagstæður.  Ég minni líka á, fyrst talað er um sæti, að það munaði aðeins 34 atkvæðum á þeim Gunnari og Þórunni í prófkjöri í vetur og aðeins það, þó Þórunn ræki afar hógværa en málefnalega kosningabaráttu og efndi til engra kosningabandalaga. 

Það þarf meira en sterkar kosningamaskínur í pólítík - það þarf þekkingu og hugsjónir.  Allir þingmenn Samfylkingarinnar hafa nú einstakt tækifæri til að láta reyna á og sanna gildi sitt sem pólitískusar, hugsjónafólk og fólk góðra verka.  Vonandi verður hæfni þeirra, þekking og kjarkur mælikvarðinn er við vegum þau og metum, ekki hvar þau hafa raðast á lista í prófkjöri.


mbl.is Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Sæl Ása

Þetta er rétt hjá þér. Þórunn er hæfust í embætti umhverfisráðherra, það geta fáir mælt á móti því.  Hún hefur sýnt það og sannað með störfum sínum á undanförnum árum.  Það hefur ekkert með Gunnar Svavarsson að gera.  Mér finnst val á ráðherrum Samfylkingarinnar afar vel heppnað.  Um val á ráðherrum Sjálfstæðisflokks segi ég EKKI ORÐ !

Kveðja frá ísafirði,

Bryndís Friðgeirs 

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 29.5.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband