20.5.2007 | 23:52
Ríkisstjórn kvenfrelsis !!!!!
... það rifjaðist upp fyrir mér í kvöld, er ég var að skoða blogg og stjórnmálaumræður dagsins á netinu, þegar ég ásamt fleira góðu fólki, ferðaðist um "Reykjaneskjördæmi heitið" fyrir réttum átta árum og kynnti verðandi flokksfólki Samfylkingarinnar, þau grunn hugtök sem lágu að baki stofnun flokksins, undirtitlarnir þrír, kvenfrelsi, félagshyggja, jöfnuður. Komandi úr Kvennalistanum, verandi orðin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjaneskjördæmi, fannst mér mikilvægt að hrista hópinn saman sem allra fyrst en þó þannig að við viðurkenndum, skildum og virtum arflegð hvers annars.
Ég man sérstaklega eftir heitum umræðum sem ég átti í pontu við nokkrar konur úr sal í Njarðvík (sem nú er hluti af Keflavík, ekki satt?) um hvað kvenfrelsi væri eiginlega. Við skildum sáttar en rosalega var langt á milli okkar í upphafi umræðnanna.
Nú átta árum síðar, þegar Samfylkingin er á leið í ríkisstjórn, reynir á skilning verðandi ráðherra, flokkanna sem standa á bak við þá, flokksfólks og þjóðarinnar hvað kvenfrelsi er, þýðir og getur gefið okkur öllum. Það er mikið verk að vinna enn - en - við vitum að það er vel hægt. Kynjasamsetning verðandi ríkisstjórnar í heild, mun skipta miklu máli upp á hvaða "kvenfrelsistrúverðugleika" hún mun hafa. Tækifærið er þarna, það er bara að nýta það. Ég hef tröllatrú á Sollu og vona að ég geta einnig sagt það sama um Geir!!!!
Bloggvinir
- Vestfirðir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Trúnó
- Hreinn Hreinsson
- Hafsteinn Karlsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Kjartan Valdemarsson
- Svala Jónsdóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Þröstur Helgason
- Vilborg Valgarðsdóttir
- íd
- Ólafur Haraldsson
- Blúshátíð í Reykjavík
- Vefritid
- Júdas
- Álfhóll
- Margrét Sverrisdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Hlynur Hallsson
- Ólafur fannberg
- Sigurður Kaiser
- Gunnlaugur B Ólafsson
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Menningarlinkar
Nokkrar "uppáhaldssíður
- Breska menningaráðuneytið Ýmsar áhugaverðar skýrslur um listir og skapandi atvinnugreinar
- Kanadíska menningaráðið Nytsamlegar slóðir og efni fyrir menningarstjórnendur
- Listastjórnandi í Wisconsin bloggar Dáldið öðruvísi og oft flottar hugmyndir
Nýjustu færslur
- Dugur fólks og flokka
- Pólitískar aftökur - nei takk!
- Munur þess að vera kona í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki...
- Öflug þjónusta fyrir gesti okkar á mbl.is
- Samstarfi við Mbl hleypt af stokkunum
- Hvar liggja tækifærin? - Nýr sjóður Spron verður til – ...
- Einkafjármögnun menningar og mannúðarmála í Bretlandi -Nýr sj...
- Fjárfesting í menningu og mannúð - Nýr sjóður Spron verður ti...
- Mega flottar stelpur!!!!
- Hvað fá stelpurnar versus strákarnir?
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.