Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn kvenfrelsis !!!!!

... það rifjaðist upp fyrir mér í kvöld, er ég var að skoða blogg og stjórnmálaumræður dagsins á netinu, þegar ég ásamt fleira góðu fólki, ferðaðist um "Reykjaneskjördæmi heitið"  fyrir réttum átta árum og kynnti verðandi flokksfólki Samfylkingarinnar, þau grunn hugtök sem lágu að baki stofnun flokksins, undirtitlarnir þrír, kvenfrelsi, félagshyggja, jöfnuður.  Komandi úr Kvennalistanum, verandi orðin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjaneskjördæmi, fannst mér mikilvægt að hrista hópinn saman sem allra fyrst en þó þannig að við viðurkenndum, skildum og virtum arflegð hvers annars.

Ég man sérstaklega eftir heitum umræðum sem ég átti í pontu við nokkrar konur úr sal í Njarðvík (sem nú er hluti af Keflavík, ekki satt?) um hvað kvenfrelsi væri eiginlega.  Við skildum sáttar en rosalega var langt á milli okkar í upphafi umræðnanna.

Nú átta árum síðar, þegar Samfylkingin er á leið í ríkisstjórn, reynir á skilning verðandi ráðherra, flokkanna sem standa á bak við þá, flokksfólks og þjóðarinnar hvað kvenfrelsi er, þýðir og getur gefið okkur öllum.  Það er mikið verk að vinna enn - en - við vitum að það er vel hægt.   Kynjasamsetning verðandi ríkisstjórnar í heild, mun skipta miklu máli upp á hvaða "kvenfrelsistrúverðugleika" hún mun hafa.  Tækifærið er þarna, það er bara að nýta það.  Ég hef tröllatrú á Sollu og vona að ég geta einnig sagt það sama um Geir!!!!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband