Leita í fréttum mbl.is

Gleði, gleði, gleði !!!!

Það er yfir mörgu að gleðjast í dag - og ég ætla að leyfa mér það.  Ekki svo oft sem maður hefur glaðst jafn innilega yfir stjórnmálatíðindum.

Fyrst er að telja ráðherrastól umhverfissinnans, alþjóðasinnans, feministans og humanistans Þórunnar Sveinbjarnardóttur, vinkonu minnar.  Ég fullyrði að engin er eins vel af þeim stól komin og hún, úr hvorugum stjórnarflokknum.  Þar eignuðumst við ráðherra með hugsjón.

Svo er það gleðin yfir hugrekki Ingibjargar Sólrúnar sem sýndi og sannaði enn á ný að hún er feministi fram í fingurgóma, tæklaði allt þetta stjórnarmyndunarferli með glans og sýndi festu, öryggi, brosmildi og einlægni - og mun gera það áfram!!!

Svo er það stefnuyfirlýsingin sem virkar hið besta plagg á mig.  Ekki var gleðin síst þegar ég las sterka og afgerandi setningu um menningu og listir í inngangnum, talað um kraft, nýsköpun og menningu sem atvinnugrein.  Bravó, Bravó, Bravó !!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband