Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Sæti á listum og ráðherrastólar

Þessi orðræða manna hér á blogginu um hver er hæfari en annar, karlar eða konur - hver er eigi frekar skilið ráðherrasæti eftir því hvar hann/hún raðast á lista, finnst mér afar einföld, ef ekki barnaleg. Vísa ég þá sérstaklega til orðræðu um Þórunni Sveinbjarnardóttur, Gunnar Svavarsson og Katrínu Júlíusdóttur.

Það er engum blöðum um það að fletta að Þórunni Sveinbjarnardóttir er langhæfust Samfylkingarþingmanna til að gegna embætti umhverfisráðherra.  Afar fátt Samfylkingarfólk myndi halda öðru fram.  Krafa almennings er, eftir hina mikla umhverfisvakningu sem við höfum upplifað á undanförnum mánuðum - að með stjórn umhverfismála fari fólk með hugsjón og umhverfisvernd að leiðarljósi.  Slík manneskja er Þórunn.  Ég minni á að hún ein sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar greiddi atkvæði gegn Kárahnjúkum árið 2003 og hefur allan sinn pólítíska feril, sem rekja má til níunda áratugarins, er hún varð fyrsti formaður Röskvu, lagt mikla áherslu á umhverfisvernd og aflað sér yfirburðarþekkingar á umhverfismálum.  Hvorki Gunnar Svavarsson né Katrínu Júlíusdóttir hafa sýnt þann kjark og pólitísku viðspyrnu sem Þórunn hefur sýnt, í sínum pólítísku störfum.  Þar með er ég ekki að lasta þau en samanburður, er kemur að umhverfismálum, er þeim afar óhagstæður.  Ég minni líka á, fyrst talað er um sæti, að það munaði aðeins 34 atkvæðum á þeim Gunnari og Þórunni í prófkjöri í vetur og aðeins það, þó Þórunn ræki afar hógværa en málefnalega kosningabaráttu og efndi til engra kosningabandalaga. 

Það þarf meira en sterkar kosningamaskínur í pólítík - það þarf þekkingu og hugsjónir.  Allir þingmenn Samfylkingarinnar hafa nú einstakt tækifæri til að láta reyna á og sanna gildi sitt sem pólitískusar, hugsjónafólk og fólk góðra verka.  Vonandi verður hæfni þeirra, þekking og kjarkur mælikvarðinn er við vegum þau og metum, ekki hvar þau hafa raðast á lista í prófkjöri.


mbl.is Gunnar sóttist eftir ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleði, gleði, gleði !!!!

Það er yfir mörgu að gleðjast í dag - og ég ætla að leyfa mér það.  Ekki svo oft sem maður hefur glaðst jafn innilega yfir stjórnmálatíðindum.

Fyrst er að telja ráðherrastól umhverfissinnans, alþjóðasinnans, feministans og humanistans Þórunnar Sveinbjarnardóttur, vinkonu minnar.  Ég fullyrði að engin er eins vel af þeim stól komin og hún, úr hvorugum stjórnarflokknum.  Þar eignuðumst við ráðherra með hugsjón.

Svo er það gleðin yfir hugrekki Ingibjargar Sólrúnar sem sýndi og sannaði enn á ný að hún er feministi fram í fingurgóma, tæklaði allt þetta stjórnarmyndunarferli með glans og sýndi festu, öryggi, brosmildi og einlægni - og mun gera það áfram!!!

Svo er það stefnuyfirlýsingin sem virkar hið besta plagg á mig.  Ekki var gleðin síst þegar ég las sterka og afgerandi setningu um menningu og listir í inngangnum, talað um kraft, nýsköpun og menningu sem atvinnugrein.  Bravó, Bravó, Bravó !!!!!

 


Ingibjörg Sólrún veit - en veit Geir?

Til áréttingar vegna ummæla sumra um ástæður þess að skipa konur sem ráðherra.

Samfylkingin hefur frá hún var stofnuð fyrir sjö árum haft jafnréttis- og kvenfrelsissjónarmið að leiðarljósi í starfi sínu, enda er undirtitill flokksins "stjórnmálaflokkur félagshyggju, jöfnuðar og kvenfrelsis.  Samfylkingarfólk er þeirrar skoðunar að það sé farsælast og árangursríkast fyrir land og þjóð að með stjórn landsins fari fólk af báðum kynjum.  Þess vegna verður skipting kynja jöfn í ráðherraembættum Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún veit og hefur sýnt það í verki sem borgarstjóri í Reykjavík í 10 ár að með því að fela konum völd til jafns við karla og innleiða jafnréttissjónarmið í stefnumótun stjórnvalda er hægt að minnka launamun kynjanna, breyta viðhorfum, gefa ungu fólki, konum sem körlum sterkar fyrirmyndir og í heild breyta þeirri samfélagsgerð sem við búum við.  Þess vegna kemur ekkert annað til greina í huga Ingibjargar Sólrúnar en kvenráðherrar Samfylkingar verði jafn margar körlunum.

 Ég vona að ég muni í kvöld geta sagt það sama um Geir H. Haarde.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn kvenfrelsis !!!!!

... það rifjaðist upp fyrir mér í kvöld, er ég var að skoða blogg og stjórnmálaumræður dagsins á netinu, þegar ég ásamt fleira góðu fólki, ferðaðist um "Reykjaneskjördæmi heitið"  fyrir réttum átta árum og kynnti verðandi flokksfólki Samfylkingarinnar, þau grunn hugtök sem lágu að baki stofnun flokksins, undirtitlarnir þrír, kvenfrelsi, félagshyggja, jöfnuður.  Komandi úr Kvennalistanum, verandi orðin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjaneskjördæmi, fannst mér mikilvægt að hrista hópinn saman sem allra fyrst en þó þannig að við viðurkenndum, skildum og virtum arflegð hvers annars.

Ég man sérstaklega eftir heitum umræðum sem ég átti í pontu við nokkrar konur úr sal í Njarðvík (sem nú er hluti af Keflavík, ekki satt?) um hvað kvenfrelsi væri eiginlega.  Við skildum sáttar en rosalega var langt á milli okkar í upphafi umræðnanna.

Nú átta árum síðar, þegar Samfylkingin er á leið í ríkisstjórn, reynir á skilning verðandi ráðherra, flokkanna sem standa á bak við þá, flokksfólks og þjóðarinnar hvað kvenfrelsi er, þýðir og getur gefið okkur öllum.  Það er mikið verk að vinna enn - en - við vitum að það er vel hægt.   Kynjasamsetning verðandi ríkisstjórnar í heild, mun skipta miklu máli upp á hvaða "kvenfrelsistrúverðugleika" hún mun hafa.  Tækifærið er þarna, það er bara að nýta það.  Ég hef tröllatrú á Sollu og vona að ég geta einnig sagt það sama um Geir!!!!


Höfundur

Ása Richardsdóttir
Ása Richardsdóttir

Alþjóðasinni, umhverfissinni, feministi.  Framkvæmdastjóri í listum - góð blanda af businesshugsun og ástríðu virkar best.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband